- Advertisement -

Ýtum láglaunakonum í fátækt

Ragnar Önundarson skrifar:

Ragnar Önundarson.

Það skiptir máli að konur séu gjaldgengar í öll störf, geti orðið forstjórar, flugstjórar, bankastjórar.  Sanna Magdalena Mörtudóttir var hins vegar að minna á stöðu láglaunakvenna með þessum orðum.  Þær sem komast í toppstöður ættu að lesa þennan pistil.

,,Það ætti að vera höfuðmarkmið femínismans að lyfta upp kjörum láglaunakvenna, en því miður hefur það ekki verið raunin undanfarna áratugi. Hvítur millistéttar femínismi hefur haft áhrif á borgarkerfið en róttækur femínismi, sem horfir á heiminn frá sjónarhorni hinna kúguðustu, hefur ekki náð að eyrum stjórnvalda í borginni. Með annarri hendinni erum við að lyfta upp millistéttarkonum en með hinni að ýta láglaunakonum enn dýpra niður í fátækt, valdaleysi og bjargarleysi. Ríkjandi femínismi hefur verið of upptekinn við að brjóta glerþök, en gleymir því að margar konur eru pikk fastar í kjallaranum. Þar hefur verið litið fram hjá því hvernig uppruni og efnahagsleg staða kvenna mótar líf þeirra, en stórir hópar kvenna úr röðum innflytjenda vinna allra lægst launuðu störfin”.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: