- Advertisement -

Ásmundi ákvað sjálfur að þegja

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, olli usla á dögunum þegar hann viðraði áhyggjur sínar af mikilli ásókn hælisleitenda til landsins með tilheyrandi kostnaði,“ segir á leiðarasíðu Fréttablaðsins í dag.

„Ásmundur kíkti í heimsókn til skoðanasystkina sinna á Útvarpi Sögu í vikunni og ljóstraði þar upp að hann hefði ekkert tjáð sig um málefni hælisleitenda undanfarið til þess að halda friðinn í ríkisstjórnarsamstarfinu við VG. Þegar þáttastjórnandi spurði hvort ekki væri um þöggun að ræða sagði Ásmundur að svo væri ekki þar sem hann hefði sjálfur ákveðið að þegja. Mun það sennilega vera litað gylltu letri í stjórnmálasögu Íslands að framlag Ásmundar til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hafi verið að halda kjafti,“ segir þar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: