- Advertisement -

Landspítala er gert að skerða þjónustu

Síðast en ekki síst tel­ur spít­al­inn fjár­málaráðuneytið van­reikna kostnað vegna kjara­samn­inga.

„Fjár­heim­ild­ir til spít­al­ans eru lægri en duga fyr­ir þjón­ustu,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson, Pírati og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, í Mogga dagsins.

„Fjár­málaráðuneytið van­reikn­ar kostnað og ger­ir þannig óbeina aðhalds­kröfu á spít­al­ann og það er ekki enn búið að laga frá­flæðis­vand­ann og mönn­un­ar­vand­ann. Spít­al­inn hef­ur fært sann­fær­andi rök fyr­ir þess­um frá­vik­um frá fjár­heim­ild­um en hvorki heil­brigðisráðuneytið né fjár­málaráðuneytið hafa svarað hvað skuli gera til þess að koma til móts við vand­ann. Skila­boð heil­brigðisráðherra eru að það eigi ekki að skera niður þjón­ustu en þau skjöl sem fjár­laga­nefnd hef­ur í hönd­un­um benda til þess að það sé óhjá­kvæmi­legt. Ef það ger­ist, þá er það póli­tísk ákvörðun og ábyrgðin er póli­tísk,“ skrifar Björn Leví.

Hvað veldur þessu? Jú, fjármálaráðuneytið beitir röngum útreikningum sem sjá til þess að rekstur sjúkrahússins kostar meira en ráðuneytið setur fram. Ekki er stuðst við veruleikann. Björn Leví:

Þetta hef­ur spít­al­inn út­skýrt fyrir fjárlaganefnd.

„Þótt það sé allr­ar at­hygli vert að spít­al­inn verði að fara í aðhaldsaðgerðir og skerðingu á þjón­ustu til þess að greiða upp nú­ver­andi halla er enn at­hygl­is­verðara að skoða hvers vegna spít­al­inn glím­ir við halla­rekst­ur. Í minn­is­blaði spít­al­ans sem fjár­laga­nefnd fór yfir með stjórn­end­um spít­al­ans sl. miðviku­dag voru skila­boðin skýr. Halla­rekst­ur spít­al­ans sé m.a. vegna hins svo­kallaða frá­flæðis­vanda. Fólk sem hef­ur lokið meðferð kemst ekki í hag­kvæm­ari umönn­unar­úr­ræði og ligg­ur því í dýr­um sjúkra­hús­rým­um. Halla­rekst­ur­inn megi jafn­framt rekja til þess að það hef­ur verið erfitt að manna mik­il­væg­ar stöður hjúkr­un­ar­fræðinga og sjúkra­liða, meðal ann­ars vegna þess hvernig stjórn­völd hafa klúðrað kjara­samn­ing­um sem hafa endað í gerðardómi. Síðast en ekki síst tel­ur spít­al­inn fjár­málaráðuneytið van­reikna kostnað vegna kjara­samn­inga. Það þýðir ein­fald­lega að spít­al­inn þarf að eyða miklu meira af fjár­heim­ild­um sín­um í laun en ráðuneytið ger­ir ráð fyr­ir. Þetta hef­ur spít­al­inn út­skýrt fyr­ir fjár­laga­nefnd oft­ar en einu sinni en ein­hverra hluta vegna eru ekki gerðar nein­ar lag­fær­ing­ar eða út­skýrt hvernig þess­ar full­yrðing­ar spít­al­ans séu rang­ar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: