- Advertisement -

Fáir heilsgæslulæknar á Íslandi

Heilbrigðisþjónusta Í nýrri skýrslu OECD, eum heilsu og heilbrigðisþjónustu í aðildarlöndum OECD árið 2013, kemur fram að hlutfall heilsugæslulækna er nokkru lægra á Íslandi, eða 16 prósent, en meðaltal annarra OECD ríkja er 29 prósent. „Það er umhugsunarvert í ljósi umræðu um hve erfiðlega hefur gengið að manna stöður heilsugæslulækna, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, og í ljósi þess hve meðalaldur heilsugæslulækna á Íslandi er hár,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir á heimasíðu embættisins.

„Nokkrir þættir eru áhyggjuefni og má þar nefna aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem ákvarðast annars vegar af því hversu stóran hlut sjúklingar greiða sjálfir fyrir þjónustuna og hins vegar af því að hve miklu leyti þarfir sjúklinga fyrir þjónustu eru uppfylltar. Í þessu efni er Ísland í neðsta þriðjungi meðal OECD ríkja. Önnur áhyggjuefni eru vaxandi vandamál varðandi offitu, sérstaklega fullorðinna, og einnig minni þátttaka í bólusetningum barna en í nágrannalöndunum,“ segir Birgir.

Fréttina í heild má lesa hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: