- Advertisement -

Neyðarástand ríkir á Landspítala – velferðarnefnd heldur áfram í jólafríinu

„Dæmi eru um að sjúk­ling­ar hafi verið send­ir heim af bráðadeild spít­al­ans nú um jól­in þar sem þeir lét­ust nokkr­um klukku­stund­um síðar.“

Úr Mogganum í dag: „Ástandið er grafal­var­legt og hef­ur ít­rekað bitnað á sjúk­ling­um sem þangað hafa þurft að leita. Dæmi eru um að sjúk­ling­ar hafi verið send­ir heim af bráðadeild spít­al­ans nú um jól­in þar sem þeir lét­ust nokkr­um klukku­stund­um síðar,“ sagði Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son þingmaður Flokks fólks­ins í gær. Mál sjúk­lings­ins sem hann vís­ar í hef­ur verið til­kynnt embætti land­lækn­is og lög­reglu og er rann­sakað sem al­var­legt at­vik. Guðmund­ur Ingi seg­ir neyðarástand ríkja á Land­spít­ala-há­skóla­sjúkra­húsi vegna mik­ils álags og að hann hafi haft sam­band við formann vel­ferðar­nefnd­ar Alþing­is vegna ástands­ins.

„Við höld­um fund um miðjan mánuðinn til að fara yfir stöðuna,“ seg­ir Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, formaður vel­ferðar­nefnd­ar Alþing­is, sem ræddi við Guðmund Inga í gær­morg­un. „Við erum fyrst og fremst að leita upp­lýs­inga og það er ekki fyrr en eft­ir það sem ég get haft skoðanir á því hver næstu skref verða og hvað hef­ur þegar verið gert.“

Þetta er merkilegt. Einn nefndarmanna velferðarnefndar hefur hlustað eftir því sem starfsfólk og sjúklingar hafa sagt um jafnvel lífshættulegt ástand á Landspítalanum. Formaður nefndarinnar, og vel að merkja flokkssystir heilbrigðisráðherra, sér ekki ástæðu til að nefndin komi saman fyrr en um miðjan janúar. Nefndin reddar ástandinu ekki einn, tveir og þrír. Það kann samt að vera betra að þingmenn séu sem best upplýstir hverju sinni. Það þykir eflaust flestum. En ekki Framsókn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: