- Advertisement -

Átök framundan í Miðflokki

„Innan úr f lokknum heyrast óánægjuraddir um skort á konum og yngra fólki til að leiða listana, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, sem eru þó ekki enn meitlaðir í stein,“ segir í frétt Fréttablaðsins. Ekki er auðvelt að átta sig á hvað er átt við með að eitthvað sé ekki meitlað í stein. En hitt er ljóst, ef rétt er, að átök verði um efsta sæti á Suðurlandi.

„Töluverð spenna ríkir um framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar og talið er að í það minnsta tveir muni bítast um oddvitasætið í prófkjöri. Birgir Þórarinsson leiddi flokkinn árið 2017 en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Karl Gauti Hjaltason, sem kom úr Flokki fólksins, hug á að leiða listann. Fleiri eru sagðir áhugasamir um framboð, þá helst Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, varaformaður kjördæmisfélagsins, og Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg,“ segir í fréttinni.

Gott er að muna að Birgir Þórarinsson kallaði eftir að flokkurinn tæki fast á framgöngu þeirra þingmanna sem urðu sér til skammar á Klaustursbarnum. Karl Gauti var í þeim hópi. Kannski hefnist Birgi fyrir það sem hann þá sagði. Hver veit?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: