- Advertisement -

Bjarni og hafragrauturinn

Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni Öryrkjabandalagsins, var brugðið, sem flestum öðrum þegar Bjarni Benediktsson missti stjórn á skapi sínu á Alþingi í gær:

„Ef háttvirtur þingmaður vill mæla það í hafragrautsskálum eru þetta margar hafragrautsskálar,“ …sagði maður á þinginu sem finnst stjórnvöld hafa gert afar vel við sárafátækt og fátækt fólk á þessu ágæta kjörtímabili. Bendi í því samhengi á að sá hluti öryrkja sem hefur laun sín frá ríkinu fékk heil 3,6% launahækkun um áramót, í dag er 4,3% verðbólga sem þýðir að sú kjaragliðnun sem þessi hópur hefur búið við í meira en áratug mun verða meiri. Þennan ágæta þingmann hvet ég til, að sýna því fólki sem hér býr við lökust kjör, sem reyndar hann sjálfur skammtar þeim, virðingu!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: