- Advertisement -

Vinstri stjórnin stóð fyrir stórkostlegum peningaþvotti á peningum í aflöndum

Gunnar Smári skrifar:

Í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og VG eftir Hrun var kapítalisminn ekki bara endurreistur, kvótanum haldið hjá kvótagreifunum þrátt fyrir að hann væri í mörgum tilfellum veðsettur ríkisbönkunum af fyrirtækjum sem voru í raun gjaldþrota, heldur stóðu stjórnvöld fyrir stórkostlegum peningaþvotti á fjármunum sem faldir höfðu verið í aflöndum. Það verður rannsóknarefni framtíðarinnar að kanna hvernig ríkisstjórn flokka, sem áttu rætur í sósíalískri verkalýðsbaráttu síðustu aldar, gat orðið svona auðsveipur þjónn valdamikilla hagsmunaaðila, þeirra sem í reynd stjórna Íslandi að sögn Seðlabankastjóra.

Lærdómurinn er að vinstri, sem ekki skilur kapítalismann og heldur að kapítalistarnir séu þess helstu samverkamenn sínir, er ekki treystandi til annars en einmitt þess; að þjóna kapítalistunum.

Vinstri snýst um að ríkisvaldið þjóni aðeins hagsmunum almennings.

Vinstri er í hugtak sem byggir á að í grunninn séu átökin í samfélaginu milli þeirra sem lifa á auð sínum og hinna sem lifa af vinnu sinni. Þau sem hafna þessum átökum og halda að fyrsta verkefni stjórnvalda sé að þjóna auðvaldinu er ekki vinstri, ekki sósíalistar og heldur ekki sósíaldemókratar. Slíkt fólk gæti kallast kristilegir demókratar, fólk sem vill þjóna auðvaldinu en milda skaðann af því með mannúðlegum mótvægisaðgerðum.

Vinstri snýst um að ríkisvaldið þjóni aðeins hagsmunum almennings og þar hafi auðvaldið engin völd. Vinstrið skiptist síðan í þau sem telja að kapítalistarnir megi sprikla á hinum svokallaða markaði undir skýrum reglum og réttlátri skattheimtu ríkisvaldsins og þeirra sem vilja að almenningur taki yfir fyrirtækin líka, eins og ríkisvaldið. Svo er litróf þarna á milli og alls konar útfærslur.

En að trúa því að það fólk sé vinstrifólk sem lætur ríkisvaldið þjóna óligörkum landsins eins og ríkisstjórnin eftir Hrun gerði, bendir til fullkominnar vanþekkingar á vinstri og hægri, erindi sósíalismans.

Það var í þessu andrúmi eftirhrunsáranna sem Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður. Vegna þess að það var enginn vinstri flokkur á Íslandi sem náði að hafa nokkur áhrif á þróun samfélagsins. Markmið Sósíalistaflokksins er að hrekja auðvaldið frá völdum, að almenningur taki yfir ríkisvaldið, sem sannarlega tilheyrir almenningi innan lýðræðissamfélags með almennan kosningarétt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: