- Advertisement -

Ríkisstjórn sem hefur enga sýn

Kristrún Frostadóttir skrifaði:

Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna gagnrýni á núverandi stjórnarfar hefur ekki náð í gegn. Vandinn er sá að styrkleiki þessarar ríkisstjórnar er að hún snýst ekki um neitt, það er engin stefna né sýn. Og þ.a.l. hefur gagnrýnin ekki rist djúpt, því það hefur lítið verið efnislega að gagnrýna. Friðurinn um stjórnina hefur ríkt því þau hafa ekki haft neitt að segja – ekki vakið upp neinar tilfinningar hjá fólki. En þessi nálgun er ekki á vetur setjandi mikið lengur. Þessi úrelta sýn um að besta hagstjórnin sé algjört afskiptaleysi, að ríkið geti ekki tekið fyrsta skrefið heldur verði bara að vera í viðhaldi og viðbrögðum mun koma okkur í stórkostleg vandræði á næstu árum.

Við stöndum frammi fyrir risastórum áskorunum í heilbrigðis-, húsnæðis- og loftslagsmálum sem verður ekki leyst með ráðherraræði og aðgerðum á jöðrunum, smá breytingum hér og þar. Það þarf breiða stefnumótun þvert á ráðuneyti til að koma fram með lausnir sem virka í breyttum heimi. Það er einnig umhugsunarvert að stærstu málin sem fólk skreytir sig af þessa dagana í ríkisstjórn eru mál líkt og Farsældarfrumvarp félagsmálaráðherra þar sem kostnaðurinn og útfærslan fellur fyrst og fremst á sveitarfélögin


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: