- Advertisement -

Hvert er erindi Vinstri grænna?

Guðmundi Inga Kristinssyni, Flokki fólksins, tókst vel að opinbera nafna sinn, Guðmund Inga Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformann Vinstri grænna.

Byrjum á skoða það sem Guðmundur Ingi Kristinsson sagði á Alþingi:

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Mynd: ruv.is.

„Hæsta jólauppbótin er um 47.000 kr., eftir skatt eru þetta 30.000 kr. en hann ráðherrann nefnir það ekki á nafn fyrst það skerðist. Flestir þeir sem fá smá úr lífeyrissjóði, konur aðallega, smápening úr lífeyrissjóði, fá ekkert af þessari jólauppbót, ekki krónu. Ég þekki það á eigin skinni vegna þess að ég var í þessum sporum að fá 1.500 kr. eða 1.000 kr. í jólabónus. Hvers lags ofbeldi er þetta? Hvers vegna hættum við þessu ekki í eitt skipti fyrir öll? Hann hlýtur að átta sig á því að það eina sem skilar sér til þessa hóps eru skatta- og skerðingarlausar tekjur. Það er hægt að fara í það. Ég spyr: Mun hann að berjast fyrir því að sjá til þess að þeir sem eru á lægstu bótunum, eru að fá 240.000 kr. útborgaðar og borga 35.000 kr. í skatt — væri ekki hægt að berjast fyrir því að hætta að skatta þessa einstaklinga og leyfa þeim að fá 275.000 kr. útborgaðar? Er það ofrausn?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Angans félagsmálaráðherrann nýi komst ekki undan að svara. Svar var aumara en aumt. Ekki síst þar sem hann er varaformaður í flokki sem segist vera vinstri flokkur og barðist með kjafti og klóm, áður en faðmlag þeirra og Sjálfstæðisflokks varð að veruleika. Guðmundur Ingi Guðbrandsson:

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Ljósmynd: Rúv.

„Ég vil svara þessu þannig að fram undan er núna það sem ég nefndi hér áðan, að fara í þessa heildarendurskoðun á kerfinu þegar kemur að örorkulífeyrisþegum, en við þurfum líka að fara í endurmat á því hvernig hefur tekist til varðandi eldra fólk eftir breytingarnar sem voru gerðar 2016 eða 2017, ég man ekki hvort árið það var. Ég mun beita mér fyrir því að við reynum bæði að einfalda kerfið þannig að það skili betri afkomu fyrir þau sem minnst hafa á milli handanna og að kerfið grípi þau sem missa fótanna eða geta ekki séð sér farborða af einhverjum ástæðum, en jafnframt að gera það þannig að fólk sem hefur möguleika til þess að sjá fyrir sér að hluta til geti gert það. Það eru mín markmið og ég mun vinna að þeim og vonast til að eiga gott samstarf við þingmenn í þessum sal.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: