- Advertisement -

Vaxandi kynþáttafordómar, einelti og ofbeldishegðun við skólana í Reykjavík

Hún verði nýtt þegar rasísk atvik eiga sér stað í skólaumhverfinu og verði jafnframt vegvísir fyrir þá fræðslu og símenntun sem þarf að eiga sér stað innan skólasamfélagsins.

„Tillagan ávarpar skuggahlið samfélagsins, sem eru kynþáttafordómar, einelti og ofbeldishegðun sem á rætur í kynþáttahyggju. Dæmi eru um slík tilvik á skólalóðum og ákveðnar vísbendingar um að slík hegðun fari vaxandi,“ segir í bókun meirihlutans í Reykjavík.

„Mikilvægt er að rannsaka tíðni þeirra og kortleggja viðeigandi viðbrögð. Víða er unnið að mótun aðgerða til að mæta ofbeldi og fordómum í borgarkerfinu, þar á meðal á vettvangi skóla- og frístundasviðs, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, fjölmenningarráðs og ofbeldisvarnarnefndar. Þá eru nýsamþykktar almennar aðgerðir menntastefnu til næstu þriggja ára þar sem sérstaklega er kveðið á um að sporna eigi við fordómum í skóla- og frístundastarfi og huga sérstaklega að börnum sem eiga á hættu að vera jaðarsett m.a. á grundvelli uppruna, kynhneigðar, félagslegrar stöðu eða annars. Tillaga Sósíalistaflokksins er gott innlegg í vinnu við útfærslu þessara aðgerða og er því lagt til að henni verði vísað til skóla- og frístundaráðs sem hafi samráð við mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð, fjölmenningarráð og ofbeldisvarnarnefnd.“

Sanna Magdalena sagði: „Mikilvægt er að aðgerðaáætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi verði sett fram. Hún verði nýtt þegar rasísk atvik eiga sér stað í skólaumhverfinu og verði jafnframt vegvísir fyrir þá fræðslu og símenntun sem þarf að eiga sér stað innan skólasamfélagsins. Markmiðið með aðgerðaáætluninni er að skýrir verkferlar séu til staðar um hvernig skuli bregðast við rasískum atvikum svo það lendi hvorki á börnum né foreldrum þeirra að bregðast við kynþáttafordómum og kynþáttahyggju í skólaumhverfinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: