- Advertisement -

Ísland í Evrópusambandið eða ekki

Í tveimur greinum í dagblöðum dagsins skrifa höfundarnir um Ísland og hugsanlega aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þeir eru fjarri því sammála. Hér á eftir eru brot úr greinum þeirra.

Ole Anton Bieltvedt.

Með umsókn að ESB: „Loks virðist sú staða vera komin upp, að það sé ekkert að vanbúnaði með það, að við Íslendingar tökum skrefið til fulls, inn í ESB, okkur sjálfum og Evrópu til góðs, en þá kemur upp sú spurning, hvað ríkisstjórn landsins gerir; virðir hún þennan nýja skýra vilja meirihluta þjóðarinnar og efnir til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja aðildarumsókn, sem reyndar væri fremur að vekja upp þá gömlu, sem aldrei var lögformlega dregin til baka, eða hunzar ríkisstjórnin nýjan og skýran vilja meirihlutans?

Nú reynir á afstöðu Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga til lýðræðis og vilja meirihluta landsmanna. Það mun nú sannast, hvort þau séu raunverulegir og sannir lýðræðissinnar, eða ekki.“ Ole Anton Bieltvedt.

Óli Björn Kárason.

Á móti umsókn að ESB: „Hrá­skinna­leik­ur vinstri­stjórn­ar­inn­ar und­ir for­ystu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar var til­raun til að stilla lands­mönn­um upp við vegg. Íslend­ing­ar ættu ekki aðra kosti en að ganga í Evr­ópu­sam­bandið til að byggja aft­ur upp efna­hags­lífið eft­ir fall viðskipta­bank­anna árið 2008. End­ur­reisn ís­lensks efna­hags­lífs tókst utan Evr­ópu­sam­bands­ins og það með betri og öfl­ugri hætti en í flest­um lönd­um Evr­ópu. Nú ætl­ar for­ysta Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að reyna sama leik og nýta inn­rás Rússa í Úkraínu. Eða eins og þeir segja: „The show must go on.““

Óli Björn Kárason.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: