- Advertisement -

Katrín mengið hennar og stóra samhengið

„Forsætisráðherra sagði á Alþingi að svona væri þetta vegna stærra samhengis. Hún hefur hins vegar látið hjá líða að skýra það frekar út,“ segir meðal annars í fínni grein Þorsteins Pálssonar sem er í Fréttablaði dagsins.

„Ljóst er að launafólk er ekki í því mengi sem forsætisráðherra kallar stærra samhengi. Það eru heldur ekki litlu og meðalstóru fyrirtækin.

Hugsanlega er hún með þau fyrirtæki í huga, sem hafa fengið leyfi stjórnvalda til að yfirgefa krónuhagkerfið. Stóra samhengið felst þá í því að koma í veg fyrir að velferðarkerfið, launafólk og venjuleg fyrirtæki hafi jafna möguleika.

Þessi mismunun minnti Tómas Möller rekstrarráðgjafa nýlega á gjaldeyrisverslanirnar í austurþýska alþýðulýðveldinu forðum. Þar fengu útvaldir að kaupa vestrænar vörur með erlendum gjaldeyri. Vegna stærra samhengis, sem látið var óútskýrt, mátti alþýðan aðeins horfa inn um búðargluggana,“ skrifar Þorsteinn.

Greinin er mun lengri. Hér er aðeins valinn kafli.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: