- Advertisement -

Eigum við að banna Airbnb?

Ráðamenn eru farnir að horfa til þeirra íbúða sem eru í Airbnb útleigu til ferðamanna.

Húsnæðismálin í borginni hafa verið mikið í umræðunni, enda mikill skortur á húsnæði. Lóðaúthlutanir í Reykjavík hafa verið skammarlega fáar, ef litið er frá þéttingarreitum þar sem byggingar eru rifnar og endurbyggt á lóðunum. Talið er að skorturinn hljómi upp á 8000 ibúðir.

Þá er það svo að þær íbúðir sem reistar hafa verið á kjörtímabilinu, eða eru nú í byggingu eru íbúðir í þeim verðflokki að ungt fólk ræður ekki við slíkar fjárfestingar. Hvað er til ráða spyrja margir sig að á meðan borgarstjóri birtist í fjölmiðlum með kynningar á nýjum hverfum. Þessi nýju hverfi eru öll á kostnað fyrri byggðar og á kostnað margra fyrirtækja sem þurfa frá að hörfa og munu mörg hver leita í önnur bæjarfélög.

Ráðamenn eru farnir að horfa til þeirra íbúða sem eru í Airbnb útleigu til ferðamanna. Talið er að um 2.000 íbúðir í borginni séu í slíkri útleigu. Ármann Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi reið á vaðið og lýsti þeirri hugmynd sinni að kannski væri best að banna slíka starfssemi á tilteknum svæðum. Það er skammgóð lausn þar sem skorturinn er mun meiri en þessar íbúðir. Borgaryfirvöld hafa brugðist í uppbyggingu borgarinnar, þar liggur vandinn en ekki vegna Airbnb útleigu.

Hverjir eru að nýta sér Airbnb leiguíbúðir í borginni? Jú, þróunin í ferðaþjónustu er í þá átt að mikill fjöldi ferðamanna hugnast betur að leigja íbúðir í stað þess að velja hótelgistingu.  Þessi hópur ferðamanna hafa byggt sér lífssýn í kringum ferðalög sín og upplifun. Að búa inn á heimili í fjarlægu landi, upplifa að vera hluti af hverfi innan um þá sem þar búa gefur fólki öðruvísi sýn á það samélag sem það heimsækir.  Fólk sem hefur prófað Airbnb vill aftur það fyrirkomulag í stað þess að gista á hóteli.  Það vill frekar rölta í matvörubúðir kaupa inn, 4 saman og njóta með öðrum hætti en gerist á hótelherbergi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það væri miður ef stjórnmálamenn beita skammsýni í eigin húsnæðiskrísu með að beita boðum og bönnum. Það er öllum ljóst að ferðamannaiðnaðurinn er stærsta atvinnugreinin í landinu og stjórnmálamenn verða að skoða stöðuna út frá því, hvort það sé hagur þjóðarinnar að loka á vissan hóp ferðamanna sem velja Airbnb. Eða vilja þeir skammgóðan vermir í lausn húsnæðsmála?

Að borgarstjóri hafi ýtt ábyrgðinni frá borgarstjórnarmeirihlutanum með því að benda á að skuldaleiðrétting og  minni vaxtabætur sé ástæðan fyrir því að ungt fólk geti ekki fjárfest í borginni er blekkingarvefur sem engin tekur mark á.  Stefna Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, pírata og VG í borgarstjórn er að í borginni búi eldri borgarar og hótelgestir. Skömmin í húsnæðsvanda borgarinnar og flótta ungs fólks frá henni liggur hjá þessum stjórnmálaflokkum, ekki Airbnb leiguíbúða.  Það sem gleymist í umræðunni um Airbnb er sú staðreynd að Airbnb var björgunarhringur ungs fólks eftir hrunið. Útleiga með þessum hætti kom í veg fyrir eignamissi margra.

Skortur á framtíðarsýn og vilja til að reista byggingar á auðum lóðum í úthverfum er vandamál. Þétting byggðar þarf ekki öll að eiga sér stað í miðborginni. Fjölmörg svæði í úthverfum bjóða upp á þéttingu. Það er víða pláss fyrir húsnæði. Borgin þarf einnig að lækka verulega lóðaverð sem er komið í um 20% af kaupverði. Þarna er möguleiki til að lækka aðeins kostnað þeirra sem vilja fjárfesta í eigin húsnæði.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: