- Advertisement -

Sigmundur: Steingrímur hefur ekki fyrirgefið mér baráttuna gegn Icesave

„Stundum segi ég hluti sem fara í taugarnar á stjórnarandstöðunni og áður stjórnarmeirihlutanum. Mest fer í taugnarnar á þeim þegar ég bendi á eitthvað sem er rétt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forstætisráðherra í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun þegar hann var spurður hvort ekki væri við hann sjálfan að sakast hversu umdeildur hann er.

Hann tiltók skuldamálin á síðasta kjörtímabili og einkum Icesave, en hann var harður andstæðingur samninganna áður en hann tók þátt í stjórnmálunum. „Það voru málin sem urðu til þess að menn höfðu mjög sterkar skoðanir á mér. Sama á við núna. Það eru iðulega einhver mál þar sem stjórnarandstaðan er óörugg með sig sem hafa þessi áhrif á hana. Það má segja í þinginu, einsog segir í laginu; „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin.“ Fyrst þetta er svona verð ég trúlega að passa mig alveg sérstaklega og gæta þess að segja ekki það sem raskar ró stjórnarandstöðunnar. Fyrst og fremst er þetta þegar bent er á eitthvað sem þau eru viðkvæm fyrir.“

Ertu að segja að þér hafi ekki verið fyrirgefin baráttan gegn Iceaave, frá því áður en þú komst inn í stjórnmálin?

„Það er ekki búið að fyrirgefa mér það. Það er alveg rétt.“

Og þá ertu að tala til dæmis um Steingrím J. Sigfússon?

„Já, meðal annarra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: