- Advertisement -

Á eftir að sakna Sigríðar Á. Andersen

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Ég á eftir að sakna Sigríðar Á. Andersen úr stjórnmálum en hún stóð fyrir skýrri stjórnmálaafstöðu og brann fyrir henni. Það er ekki þar með sagt að ég sé sammála afstöðu hennar til mála – það er önnur saga, en fólk vissi fyrir hvað hún stóð.

Það er snúnara að átta sig á helstu stefnumálum þeirra nýliða sem urðu henni hlutskarpari í prófkjörinu, en málflutningur þeirra er þannig að hann gætti vel átt heima með Samfylkingu, Viðreisn og jafnvel forsætisráðherra – þess vegna.

Það er ákveðin tilhneiging til þess að stjórnmálin séu að hverfa frá því að gefa kjósendum skýra afstöðu um stefnumál og séu að breytast í ákveðna verðleika- og fegurðarsamkeppni.

Skýrt dæmi um þetta er pólitík Ásmundar Einars Daðasonar, en hún gengur að stórum hluta út á að búa til vildaráru um sig, með því að titla sjálfan sig í tíma og ótíma sem barnamálaráðherra. Minna fer fer fyrir því að hann bendi á hverju hann hafi breytt og hverju hann vilji áorka í málaflokknum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: