- Advertisement -

Á hvaða skútu þykist Davíð hafa róið?

DO: „Rík­is­stjórn sem féll­ist á slíka kröfu gæti eins hætt störf­um sam­dæg­urs.“

Sigurjón M. Egilsson skrifar:

„Þá er afar sér­kenni­legt, svo vægt sé til orða tekið, þegar sett­ar eru fram kröf­ur á hend­ur kjörn­um full­trú­um al­menn­ings um að þeir af­sali sér valdi…“

Svo ótrúlegt sem það er, þá er þetta bein tilvitnun í skrif Davíðs Oddssonar, þess manns sem mótaði samfélagið meira en nokkur annar. Honum var keppikefli að auka sem mest muninn milli ríkra og fátækra, og tókst það rækilega.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eitt skýrasta dæmið um pukrið bak við tjöldin.

Hér er hann að bölsótast við verkalýðsforystuna sem ætlast til eins og annars, allt fyrir opnum tjöldum. Ekkert leyndó, ekkert pukur, ekkert falið.

Sennileg trúir ekki nokkur manneskja að stjórnmálamenn hafi ekki oft, meira að segja mjög oft, framselt vald sitt til ríkra og eins til þess fólk sem Davíð flokkar sem „fyrirmenni“.

Davíð: „Ekki er óþekkt að rík­is­stjórn komi að kjara­samn­ing­um á loka­metr­um til að höggva á hnút og tryggja að samn­ing­ar geti náðst. Þetta get­ur verið skyn­sam­legt, en get­ur vita­skuld aldrei komið í veg fyr­ir að samn­ingsaðilar sýni ábyrgð og semji.

Þeir geta ekki sett fram full­kom­lega óraun­sæj­ar kröf­ur og beðið svo eft­ir að rík­is­valdið skeri þá úr snör­unni.“

Og hann heldur áfram: „Það að Efl­ing telji raun­sætt eða viðeig­andi að gera kröfu um að til­tek­in skýrsla tveggja áhuga­manna um aukna skatt­heimtu verði gerð að skatta­stefnu Íslands er veru­legt áhyggju­efni. Rík­is­stjórn sem féll­ist á slíka kröfu gæti eins hætt störf­um sam­dæg­urs. Hún hefði þegar sýnt að hún væri búin að missa tök­in.“

Já, þannig skrifar forsætisráðherrann fyrrverandi.

Svarið er einfalt Davíð; það er vegna þess að fyrri ríkisstjórnir og núverandi afsöluðu sér völdum til þeirra sem mest eiga og mest hafa.

Bíðum aðeins við. Hvað varð til þess að veiðigjöldin voru lækkuð og eins bankaskatturinn, hvers vegna eru skattar af fjármagnstekjum hér þeir lægstu í Evrópu, og kannski í heimi, hvers vegna voru eignaskattar aflagðir?

Svarið er einfalt Davíð; það er vegna þess að fyrri ríkisstjórnir og núverandi afsöluðu sér völdum til þeirra sem mest eiga og mest hafa.

Einfaldara verður það bara ekki. Nú er ekkert pukur. Allt fyrir opnum tjöldum. Hér er ekki talað um greiða á móti greiða. Nýtt fólk er komið að borðinu. Allt, allt öðru vísi fólk. Það var tímabært. Stjórnmálamenn gærdagsins verð að sættast á löngu tímabærar breytingar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: