- Advertisement -

Á sviði stjórnmála er þetta líkara slátrun

Og þannig verður það svo lengi sem við bjóðum þeim að ræna land og þjóð.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Hversu mikið afl er þetta? 400 milljarðar króna? Það eru 400.000.000.000,- kr. Skiljið þið upphæðina? Ef þú leggur 5.000 kr. fyrir mánaðarlega þá ertu rúmlega eitt og hálft ár að safna upp í 100 þúsund kall. Þú ert rúmlega 16 og hálft ár að safna einni milljón. Þú ert 16.667 ár að safna þér upp í milljarð og þú ert því sex milljón ár, sex hundruð sextíu og sex þúsund, sex hundruð sextíu og sex ár að safna 400 milljörðum. Ef þú byrjar á eftir að safna nærðu því árið 6668685 að eiga 400 milljarða. Ef við færum jafn langt aftur í tímann þá færum við þrisvar sinnum lengra aftur en þegar fyrsta mannveran gekk um jörðina, við værum kominn aftur til þess tíma að górillur sáust fyrst í skógunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef verkafólk getur lagt til hliðar 5 þúsund kall á mánuði, sem fæst geta, þá safnar hver verkamaður eða kona 600 þús. kr. á áratug. Til að jafna afl útgerðarinnar, sem það sækir í auðlindir sem verkafólkið þó á, þyrftum því að safna saman 667 þúsund verkamönnum og konum, fimmfalt fleiri en eru í Alþýðusambandi Íslands.

Þetta er staðan í stéttastríðinu. Bara kvótagreifarnir, við teljum ekki aðra anga auðvaldsins með, er svo mikið aflmeiri en almenningur að það er ekki hægt að kalla þetta stríð. Á sviði stjórnmálanna er þetta líkara slátrun, þjóðarmorði. Þar verða hagsmunir fjöldans alltaf undir, stjórnvöld þjóna fyrst og síðast hinum fáu ríku.

Og þetta er verra. Stórútgerðirnar svindla á vigt og selja sjálfri sér aflann á undirverði, stinga mismuninum undan skatti og fela í aflöndum. Það er erfitt að meta umfangið, en líklega eru þessi undanskot nálægt 50 milljörðum króna árlega, hærri upphæð en sem nemur uppgefnum hagnaði af sjávarútveginum. Þetta er fé sem útgerðin getur borið á stjórnmálafólk og embættismenn hér heima og erlendis og notað sem stríðssjóð í stéttastríðinu. Ég ætla ekki að reikna fyrir ykkur hvað þetta er mikið afl í samanburði við verkafólk, sem þarf að berjast fyrir lífinu frá degi til dags. Ég ætla bara að segja að þær örfáu fjölskyldur sem eiga alla þessa fjármuni eiga í raun Ísland og allt sem í því er. Líka þig.

Og þannig verður það svo lengi sem við bjóðum þeim að ræna land og þjóð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: