- Advertisement -

Að kaupa sér velvild fjölmiðla

Þetta er rangt. Ritstjórar og blaðamenn eru ekki valdsmenn. Hitt er annað að fjölmiðlar hafa stundum mikil áhrif. Það er annað en vald.

„Fjöl­miðlar eru hluti valds­ins vegna þess að þeirra hlut­verk er að veita ríkj­andi vald­höf­um aðhald. Mik­il­vægi frjálsra og óháðra fjöl­miðla er þannig um­tals­vert í lýðræðis­ríki því stjórn­völd eiga ekki að geta hlutast til um hvernig um þau er fjallað,“ segir í dagsgömlum leiðara Moggans, frá því gær.

Þetta er rangt. Ritstjórar og blaðamenn eru ekki valdsmenn. Hitt er annað að fjölmiðlar hafa stundum mikil áhrif. Það er annað en vald.

Samt er merkilegt að lesa þetta í leiðara Moggans. Eigendur hans borgar aftur og aftur til að mæta endurteknum taprekstri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„…og staðreynd­um held­ur því gagn­stæða, sér­stakri vel­vild til þeirra sem tryggðu starfs­grund­völl­inn.“

„Fjöl­miðlar eru ekki hafn­ir yfir gagn­rýni en gæta verður þess hvernig hún er fram bor­in. Þegar vald­hafi, sem hlutast get­ur um fjár­fram­lög eða starfs­heim­ild­ir til fjöl­miðils, ber upp harða gagn­rýni við um­fjöll­un fjöl­miðils get­ur slíkt verið merki um að verið sé að senda ákveðið viðvör­un­ar­merki til fjöl­miðils­ins um að haga um­fjöll­un sinni með ákveðnum hætti. Það er skaðlegt í lýðræðis­ríki þar sem al­menn­ing­ur verður að geta gengið að því vísu að frétta­flutn­ing­ur sé hlut­læg­ur og byggður á staðreynd­um þannig að all­ir sem fjallað er um séu meðhöndlaðir með jöfn­um hætti óháð tengsl­um,“ sennilega skrifar fyrrverandi forsætisráðherra þennan texta. Sá kann leikinn.

„Að sama skapi get­ur sér­stakt fjár­fram­lag stjórn­valda til fjöl­miðils, sem ekki er út­hlutað eft­ir hlut­læg­um og gagn­sæj­um leiðum, verið merki um að vald­haf­inn sé með því að „kaupa sér“ sér­staka vel­vild,“ segir í leiðara gærdagsins.

„Það er jafn skaðlegt lýðræðinu og það sem áður var nefnt. Þannig mun al­menn­ing­ur ekki geta treyst því að frétta­flutn­ing­ur viðkom­andi fjöl­miðils bygg­ist á bestu vit­und og staðreynd­um held­ur því gagn­stæða, sér­stakri vel­vild til þeirra sem tryggðu starfs­grund­völl­inn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: