- Advertisement -

Að tipla á tánum í tvö ár

Sigurjón Magnús Egilsson:

Nýi efnahagsmálaráðherrann byrjar ekki vel. Er ósannfærandi. Efnahagsmálin gera orðið banabiti hinnar veiku ríkisstjórnar.

Ríkisstjórnin ætlar að fela öll átök milli flokkanna í tvö ár. Alla vega að reyna það. Öruggt má telja að það geti ekki gengið upp. Það styttist til kosninga og flokkarnir munu allir gera sitt til að sýnast hafa sérstöðu. Að auki eru erfið mál sem víst má telja að ekki takist að fela ágreining um lausnir á þeim.

Efnahagsmálin eru brýn. Til þessa hefur ríkisstjórnin verið fullkomlega vanhæf í þeim vanda. Ómögulegt er að halda að stjórnarflokkarnir ráði við það tröllvaxna vandamál. Nýi efnahagsmálaráðherrann byrjar ekki vel. Er ósannfærandi. Efnahagsmálin gera orðið banabiti hinnar veiku ríkisstjórnar.

Útlendingamálin eru óleyst og ágreiningur milli flokkanna fer ekki framhjá neinum. Átökin munu frekar aukast en að flokkarnir komi sér saman um lausn í þeim viðkvæma málaflokki. Þrátt fyrir allt mun ríkisstjórnin ekki springa vegna útlendingamálanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Svandís Svavarsdóttir.
amstarfsflokkarnir, XD og XB, kvótaflokkarnir, munu ekki sættast og aldrei samþykkja verulegar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

Næst eru það orkumálin. Vinstri græn eru einangruð þar. Ekki er víst hversu lengi flokkurinn getur stöðvað virkjanaáform hinna flokkanna. Vinstri grænum er fátt fast í hendi á þessum vondum tímum flokksins. Vinstri græn munu gefast upp, verði stjórnin ekki sprungin áður en reynir á orkumálin.

Svo er að það Svandís Svavarsdóttir og hennar málaflokkur. Hvalveiðarnar, sem eru hjá umboðsmanni Alþingis, geta sett svart strik yfir allt. Ekki verður séð að Svandís láti hrekja sig úr sínu ráðuneyti. Til þess er hún of ákveðin.

Aftur til Svandísar. Samstarfsflokkarnir, XD og XB, kvótaflokkarnir, munu ekki sættast og aldrei samþykkja verulegar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þeim er ætlað að verja það núverandi kerfi. Og munu gera það eins lengi og þeir geta.

Í upphafi nefndi ég efnahagsmálin og síðast Svandísarmálin. Þessi mál geta, og jafnvel verða, banabiti lánlausrar ríkisstjórnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: