- Advertisement -

Æpandi þögn og unnið að þjóðarsátt

Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur Birgisson fagnar viðhorfum sveitarfélaga til að endurskoða gjaldskrár sínar og styðja þannig við viðfangsefnið um að ná niður verðbólgu og vöxtum.

„Ég skal fúslega viðurkenna að ég sakna innilega að heyra ekki eitt einasta orð frá aðildarfyrirtækjum Samtaka atvinnulífsins um að þau ætli að styðja við nýja þjóðarsátt með því að stilla verðlagshækkunum í hóf. Þögn fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins er æpandi en það er morgunljóst að ekki er hægt að gera kröfu á launafólk, sveitarfélög og ríkið að skapa forsendur fyrir lækkun verðbólgu og vöxtum ef fyrirtæki sem eiga aðild að SA ætla sér ekki að taka þátt í stilla sinni verðlagningu í hóf eins og kostur er.“

„Ég skora á fyrirtæki innan raða Samtaka atvinnulífsins að svara kallinu og segja hátt og skýrt „við ætlum að vera með og stilla verðhækkunum í hóf til styðja við nýja þjóðarsátt“.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: