- Advertisement -

Var kannski ekki best að kjósa Framsókn?

Vilhjálmur Birgisson er ekki hættur baráttunni gegn hvalveiðibanni Svandísar Svavarsdóttir.

„Að sjálfsögðu ætlar matvælaráðherra ekkert að heimila hvalveiðar 1. september þó þetta „tímabundna“ bann eigi að renna út þá.

Matvælaráðherra og hennar flokkur eru og hafa alla tíð verið á móti hvalveiðum og því blasir þessi staðreynd við enda skeytir ráðherrann engu um hvort hún sé að brjóta lög eða ekki.

Enda sagði matvælaráðherra síðast þegar hún braut lög og var dæmd af dómstólum „ég er í pólitík.“ Skipti hana engu máli þótt hún væri að brjóta lögin.

En það er sorglegt að sjá hvernig matvælaráðherra rassskellir þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í þessu máli.

Ég er reyndar alveg hættur að skilja fyrir hvað Framsóknarflokkurinn stendur en það virðist vera að hans aðaláhugamál sé að gera nógu flottar auglýsingar fyrir kosningar þar sem öllu er lofað en staðið við lítið sem ekkert.

Síðasta slagorð þeirra var: „Er ekki bara best að kjósa framsókn?“ Við þingflokk Framsóknarflokksins vil ég segja: Er ekki bara best að fara að standa í lappirnar í þessu hvalamáli og er ekki líka best að fara að standa við öll kosningaloforðin?“

Ótrúlegt að þingmenn kjördæmisins horfi aðgerðalausir á að 150 starfsmenn séu sviptir tekjum sem nema 1,2 milljarði með ákvörðun matvælaráðherra sem viðrist byggjast á algeri lögleysu!“

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: