- Advertisement -

Tvöfalt meiri skattaalækkun til þeirra ríku

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

Sem sagt hátekjufólk mun fá 110% meiri skattlækkun en lágtekjufólk og millitekjufólk en þetta er algerlega í andstöðu við það sem við sömdum um í lífskjarasamningum þar sem lágtekjufólk fékk mestu lækkun á skattbyrðinni.

Hef verið að skoða þessar fyrirhuguðu skattabreytingar eins og þær voru kynntar í morgun, en þar er talað um að persónuafslátturinn hækki um 8,5% sem og skattþrepin.

Ekki er allt sem sýnist því þetta mun leiða til þess að lágtekjufólk og millitekjufólk mun fá rétt rúmar 7000 þúsund króna lækkun á skattbyrði á meðan hátekjufólk eða aðili sem er t.d. með 2 milljónir á mánuði mun fá rúmar 15 þúsund króna lækkun á sinni skattbyrði á mánuði.

Sem sagt hátekjufólk mun fá 110% meiri skattlækkun en lágtekjufólk og millitekjufólk en þetta er algerlega í andstöðu við það sem við sömdum um í lífskjarasamningum þar sem lágtekjufólk fékk mestu lækkun á skattbyrðinni.

Dæmi: Maður með 800.000 kr. á mánuði fær lækkun sem nemur 7.300 kr. á skattbyrði. Maður með 2.000.000 kr. á mánuði fær 15.400 kr. lækkun á skattbyrði.

Þetta mun Starfsgreinasamband Íslands aldrei geta samþykkt enda gengur þetta þvert gegn öllu tali um að hjálpa þurfi sérstaklega lág- og millitekjufólki.

Ég spyr hvað er að frétta hjá Vinstri grænum og Framsókn? En þessir flokkar kenna sig við félagshyggju og jöfnuð!!!!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: