- Advertisement -

Af falsfréttum og húsþrælum auðvaldsins

Fyrir hvern er þessi vitleysa í SA?

Gunnar Smári skrifar:

Morgunblaðið birtir áróðurinn frá SA sem Fréttablaðið birti í gær, útúrsnúning úr kröfum Eflingar sem félagið hefur hafnað. Hver er tilgangurinn með þessu?

Efling leggur fram kröfur sem SA segir að merki 82% hækkun en Efling hafnar því og segist alls ekki vilja svo mikið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jú, víst, segir SA og fær blöðin sín, Fréttablaðið og Morgunblaðið, til að birta langar fréttaskýringar um kröfur sem Efling kannast ekki við að gera.

Morgunblaðið og Fréttablaðið og síðan Ríkisútvarpið og Fjármálaráðuneytið flytja svo fréttir af því sem SA heldur að Efling hafi beðið um, en sem Efling þverneitar fyrir að vilja, og engar fréttir af því sem Efling vill eða bað um.

Eftir að Efling sendi frá sér yfirlýsingu um að vilja alls ekki svona miklar hækkanir birtir Fréttablaðið ítrekun um að ekki skuli hlusta á það sem Efling segir heldur það sem SA segir að Efling hafi sagt.

Fyrir hvern er þessi vitleysa í SA, ráðherra samtakanna og fjölmiðla sem miða allan sinn fréttaflutning að hagsmunum þeirra 200-300 manna sem SA gætir hagsmuna fyrir? Þessir 200-300 eru örugglega voða kátir með að fá sitt fyrir peninginn sem þeir eyddu í að kaupa fjölmiðla og stjórnmálafólk.

En heldur einhver annar að svona fréttaflutningur hafi aðrar afleiðingar en þær að afhjúpa stjórnmála- og fjölmiðlafólk sem húsþræla auðvaldsins?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: