- Advertisement -

Aldrei aftur Viðreisn

„Mér sýnist það vera „einróma afstaða“ innan minnar fjölskyldu og stórs vinahóps, sem hefur að stóru leyti kosið Viðreisn, að kjósa einhvern annan stjórnmálaflokk í næstu kosningum. Ekki er ljóst hvaða flokk á að kjósa, því allir eru þeir frekar slæmur kostur,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson.

„Að yfirgefa stjórnmálaflokk sem maður kaus og trúði á er ekki létt, en þegar maður sá framkomuna við heiðursmanninn og stofnanda Viðreisnar Benedikt Jóhannesson er manni verulega misboðið og viss um að vilja ekki koma nálægt þessu stjórnmálaafli.

Um 250.000 Íslendingar eru á kjörskrá. Þar af eru 75.000 eldri en 60 ára. „Eldri borgurum“ fjölgar mjög hratt og þeir eru „verðmæt atkvæði“. Stjórnmálaflokkarnir stríða við stæka ellifordóma og sýna þessum 30% atkvæða engan áhuga eða jafnvel fyrirlitningu.

Er ekki löngu kominn tími á að stofna stjórnmálaflokk sem berst fyrir réttindum eldri borgara, sem nákvæmlega enginn virðist hafa áhuga á, hvorki í barnamálaráðuneytinu eða veikinda-ráðuneytinu hvað þá í auðlegðarvarnarmálaráðuneytinu.

Það er kominn tími á gráa herinn!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: