- Advertisement -

„Algjör martröð fyrir skattgreiðendur“

Land í þéttbýli er verðlaust land ef það er ekki skipulagt.

„Ohf. félög ríkisins hafa mörg hver verið algjör martröð fyrir skattgreiðendur eins og t.d. Íslandspóstur, RÚV, Isavia og Nýr Landsspítali. Þessi félög eru svarthol/ríki í ríkinu, sem þingmenn/fjárveitingarvaldið hafa engan aðgang að þó sífellt krefjist félögin meiri og meiri fjármuna frá ríkinu. Ekki þarf að ræða sorgarsögu bs. félaga sveitarfélaganna, t.d. SORPU og Strætó,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir í borgarstjórn um stofnun félags um framgang samgöngusáttmála.

„Það er óskiljanleg ráðstöfun að fjármálaráðherra leggi Keldnalandið inn í félagið en líklega er það lausnargjaldið af hálfu ríkisins svo borgarstjóri myndi samþykkja að skipuleggja landið. Land í þéttbýli er verðlaust land ef það er ekki skipulagt,“ sagði Vigdís.

„Sem betur fer fyrir landsmenn alla náðu þingmenn Miðflokksins þeim árangri að á lokametrum samþykktar málsins á Alþingi í vor, að allar fjárhagslegar skuldbindingar ríkissjóðs vegna félagsins þurfi að hljóta staðfestingu í samgönguáætlun, fjármálaáætlun og fjárlögum hvers árs. Ohf-un ríkisins, bs.-væðing sveitarfélaganna og framsal valds kjörinna fulltrúa til landshlutafélaga án lagasetningar um starfsemi þeirra, hræðir svo ekki sé fastar að orði kveðið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: