- Advertisement -

„Allir eru ólmir að kjósa“

SA hótar að stefna Eflingu fyrir félagsdóm.

„Efling-stéttarfélag lýsir yfir vonbrigðum með athugasemdir SA vegna atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hótelþerna þann 8. mars næstkomandi,“ segir í frétt frá Eflingu.

Þar segir einnig: „SA halda því fram að ólöglega sé staðið að atkvæðagreiðslunni og boða málssókn fyrir Félagsdómi. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir það fjarri lagi og athugasemdirnar augljóslega til þess ætlaðar að hindra félagsmenn Eflingar í að nýta lýðræðisleg réttindi sín.“

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagðist harma afskipti SA og einstakra atvinnurekenda af kosningunum. „Það er með ólíkindum að sjá hagsmunaaðila reyna að stöðva þá miklu upprisu verkafólks sem nú er í gangi,“ sagði Sólveig. Hún hefur varið morgninum í verkfallskosningabíl Eflingar sem ekið hefur milli hótela. „Það hefur verið magnað og ótrúlegt að fylgjast með undirtektum Eflingarfélaga. Allir eru ólmir að kjósa og mikill hugur í fólk,“ sagði Sólveig.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Viðar áréttaði að allur undirbúningur og framkvæmd kosninganna hefur verið í samræmi við viðeigandi reglur. Þar er um að ræða lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 frá 1938, lög Eflingar og Reglugerð ASÍ um leynilega allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna aðildarsamtaka. „Lögmenn okkar og formaður kjörstjórnar hafa að sjálfsögðu yfirfarið þessar reglur mjög vandlega,“ sagði Viðar. Hann sagði Eflingu vísa athugasemdum SA alfarið á bug og að formaður kjörstjórnar Eflingar hafi þegar svarað SA.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: