- Advertisement -

Alþingi: 27 milljarða skattastyrkir til ferðaþjónustunnar

Úr umræðunni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar:

Oddný: „Stjórnvöld hafi ekki sótt auknar tekjur til ferðaþjónustunnar.“

„Tekjustofnar ríkisins á síðastliðnum uppgangsárum hafa markvisst verið veiktir, svo sem með afnámi auðlegðarskatts, lækkun veiðigjalda og lækkun á neysluskatta. Stjórnvöld hafi ekki sótt auknar tekjur til ferðaþjónustunnar sem á örskömmum tíma er orðin stærsta atvinnugrein á Íslandi og sú sem nýtur einnig hæstu skattastyrkja, eða um 27 milljarða kr. á árinu 2019, eins og fram kemur í fjármálaáætluninni,“ sagði Oddný Harðardóttir, meðal annars, í ræðum um Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

„Augljóst er þegar búið er að veikja svo tekjustofnana, sem gera á enn frekar samkvæmt fjármálaáætluninni, hvað gerist þegar hægir svo á í efnahagslífinu. Þá munu tekjur ríkissjóðs ekki duga til að fjármagna nauðsynleg útgjöld og til að halda afkomu ríkissjóðs innan fjármálastefnunnar,“ sagði hún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Oddný kom víðar við. Talaði til dæmis um frjármagnstekjuskattinn: „Svo á að endurskoða skattstofn fjármagnstekjuskattsins til að færa skattlagninguna nær því að skattleggja raunávöxtun. Þó að vitað sé að afar erfitt er að útfæra þessa hugmynd á að halda henni til streitu, enda mun hún gagnast fjármagnseigendum sem virðast vera undir sérstökum verndarvæng ríkisstjórnarinnar. Það á að lækka bankaskattinn úr 0,376% í 0,145% í fjórum áföngum á árunum 2020–2023.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: