- Advertisement -

Alþingi: Laun verkafólks og makrílkvótinn

Alþingi Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, steig í ræðustól Alþingis í gær, og sagði þar aðlaun verkafólks í Danmörku séu mun hærri en á Íslandi.

„Er eitthvað merkilegt við það? Já, það finnst mér vera mjög merkilegt og raunar afar dapurlegt af þeirri einföldu ástæðu að Ísland er eins og Danmörk þróað land og Íslendingar eiga náttúruauðlindir sem skila arði sem nemur mörgum tugum og jafnvel hundruðum milljarða kr. á hverju ári. Danir eiga engar slíkar auðlindir. Samt býr verkafólk þar í landi við miklu betri lífskjör en verkafólk á Íslandi. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Ég held að hluti skýringarinnar birtist afar skýrt þessa dagana í þeim miklu umræðum sem fara fram um hvernig við eigum að nýta makrílstofninn og skipta þeim arði sem sú eign þjóðarinnar getur skilað. Íslensk stjórnvöld hafa nefnilega staðið sig mjög illa í því að tryggja almenningi eðlilegan og sanngjarnan arð af þeim náttúruauðlindum sem hann á,“ sagði þingmaðurinn.

Páll Valur hefur æahyggjur af áhugaleysi ríkisstjórnarinnar. „Ef marka má frumvarpið sem nú hefur verið lagt fram um stjórn makrílveiða hefur núverandi ríkisstjórn alls engan áhuga á að bæta nokkuð þar úr. Ég held að önnur mikilvæg ástæða fyrir því að kjör verkafólks hér á landi eru mun verri en í Danmörku sé sú að við höfum sóað allt of miklum tíma og allt of mikilli mannlegri orku í linnulausar deilur og sleitulaust þvarg um stórt og smátt. Það hefur að sjálfsögðu ekki skilað okkur neinu nema leiðindum og auknu sundurlyndi. Ég held að á engan sé hallað þó að ég fullyrði hér að sú ríkisstjórn sem nú situr slái öllum fyrri ríkisstjórnum Íslandssögunnar við í þeirri vondu íþrótt að ala á sundrungu og ágreiningi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: