- Advertisement -

Annað Ísland: Húsnæðisvandinn

Gunnar Smári skrifar:

Fyrst ræddum við húsnæðiskreppuna, hver ber ábyrgð á henni? Hverjar líða mest? Fyrir hvern er byggt og hvers vegna er ekki byggt fyrir fólkið í mesta vandanum? Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur sagði frá rannsókn á búsetu fólks í braggahverfum nútímans; iðnaðarhúsnæði og öðru ólöglegu íbúðarhúsnæði og fór yfir viðbrögð stjórnvalda við síðustu húsnæðiskreppum, eftir fyrra og seinna stríð; Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi sagði frá stöðunni í Reykjavíkurborg og tillögum sósíalista til lausnar kreppunni og Pála Sjöfn Þórarinsdóttir, formaður Félags leigjenda í Félagsbústöðum og stjórnarmaður í Leigjendasamtökunum, sagði frá vaxandi óþreyju leigjenda gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda.

Í seinni hlutanum ræddum við ólöglegar búsetuskerðingar Tryggingastofnunar og mótmæli fyrir utan skrifstofur stofnunarinnar í hádeginu á morgun, föstudag; fyrst við Jóhönnu Þorsteinsdóttur, sem stóð í stappi við TR árum saman vegna þessara skerðinga, og síðan við þá Halldór Sævar Guðbergsson, varaformann Öryrkjabandalagsins, og Daníel Örn Arnarsson, einn þeirra sem skipulagt hafa mótmælin á morgun. Loks hringdi ég í Sigurjón Magnús Egilssonbróðir minn á Spáni, sem tilgreindi hvert hneykslismálið af öðru sem hefur riðið yfir að undanförnu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: