- Advertisement -

Bilið eykst hjá ríkisstjórn Katrínar

Oddný Harðardóttir skrifar:

Ég hef verið að skoða kjaragliðnun á milli þeirra sem þurfa að treysta á greiðslur almannatrygginga og launamanna sem fá laun samkvæmt lágmarkstekjutryggingu lífskjarasamninganna.

Árið 2017 var ellilífeyrir 228.734 kr en lágmarkstekjutryggingin 280.000 kr. Munurinn er 51.266 kr á mánuði og 615.192 kr á ári.

Nú árið 2021 er ellilífeyrir 266.033 kr en lágmarkstekjutryggingin 351.000 kr. Munurinn er 84.516 kr á mánuði og 1.014.192 kr á ári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Öryrki sem býr ekki einn getur í ár fengið mest 265.044 kr á mánuði.

Kjaragliðnunin heldur áfram og hefur á kjörtímabili ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur 2017-2021 tekið góðan kipp.

Þessari þróun verður að snúa við. Við í Samfylkingunni höfum ítrekað lagt fram breytingartillögur við fjárlög og frumvörp um að lífeyrisgreiðslur hækki svo þær nái í það minnsta lágmarkstekjutryggingunni. Og um að frítekjumark vegna atvinnutekna öryrkja hækki líkt og launavísitalan en frítekjumarkið hefur staðið í stað frá árinu 2010.

Það er upplýsandi að lesa skýrslu Kolbeins Stefánssonar um 69. grein laga um almannatryggingar.

Þar stendur í lok samantektarkaflans: „Niðurstaða skýrslunnar er að kjör stórs hluta örorkulífeyrisþega hafi dregist aftur úr lægstu launum fyrir fullt starf á almennum vinnumarkaði. Þau sem fengu örorkumat fyrir 40 ára aldurinn hættu þó að dragast aftur úr eftir 2015 og drógu jafnvel aðeins á lágmarkslaunin ef þau tilheyrðu þeim minnihluta örorkulífeyrisþega sem nutu jafnframt heimilisuppbótar. Jafnvel þá vantar nokkuð upp á greiðslur TR vegna örorku til að þær væru eins og þær ættuað vera ef tvöfaldi lásinn hefði haldið. Þetta bil hefur vaxið ár frá ári frá 2007. Fjárhæðin sem upp á vantaði á hverju ári var ekki há en hefur safnast upp yfir tíma og nú er svo komið að þaðþarf átak til að leiðrétta kjörin. Því lengur sem við bíðum, því stærra verður átakið sem þarf.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: