- Advertisement -

Bergþór Jónsson er með 184 milljónir á mánuði – en borgar sáralítið útsvar

Sósíalistar vilja að Bergþór borgi útsvar eins og venjulegt launafólk.

Gunnar Smári skrifar:

Þetta er Bergþór Jónsson. Hann hafði 2.212 milljón krónur í tekjur í fyrra, rúmar 184 m.kr. á mánuði. Samt borgaði hann aðeins um 42 þús. kr. í útsvar á mánuði, eða aðeins 0,023% þótt útsvar í Reykjavík sé 14,52%. Hvernig stendur á þessu? Jú, Bergþór var með minna en lágmarkslaun í launatekjur og greiddi útsvar af því, en hann var með 615föld lágmarkslaun í fjármagnstekjur og greiddi ekki krónu af þeim í útsvar. Þar sem stjórnvöld hafa ákveðið að hin allra ríkustu, sem hafa megnið af tekjum sínum af fjármagni, greiði ekki útsvar á borð við þau sem hafa tekjur af því að selja vinnu sína; losnaði Bergþór við að borga 321 m.kr. í útsvar í fyrra. Þeir peningar runnu ekki til að reka leik- og grunnskóla, ekki í að leggja götur, sinna öldruðum, halda uppi almannasamgöngum eða rækta upp almannagarða heldur mátti Bergþór eiga peninginn sjálfur. Það er stefna stjórnvalda að Bergþór borgi 0,023% útsvar á meðan verkafólkið sem vinnur hjá honum borgar 14,52%.

Sósíalistar hafna þessari stefnu. Sósíalistar vilja að Bergþór borgi útsvar eins og venjulegt launafólk. Sósíalistar vilja hækka skatta á hin ríku. Sósíalistar vilja byggja upp samfélag fyrir hin mörgu, ekki aðeins samfélag fyrir hin fáu og ríku.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: