- Advertisement -

Berjumst saman gegn sjúku óréttlæti

Sólveig Anna, formaður Eflingar.

Sólveig Anna skrifar:

Vissuði að á Íslandi er ein mesta skattbyrði á láglaunafjölskyldur meðal OECD ríkjanna?
Á sama tíma leikur íslensk auðstétt við hvern sinn fingur, ekki síst vegna þess að hún kemst upp með að borga miklu lægri skatta af sínum fjármagnstekjum en vinnuaflið af sínum launum.
Stéttaskipting og misskiptingin sem af henni leiðir leggja hryllilegar byrðar á veröldina alla og augljóst öllum (nema hinum forhertu) að við verðum í sameiningu að grípa í taumana, ekki seinna en núna. Við getum ekki lengur leyft alþjóðlegri auðstétt að koma formúgum undan í skattaskjól, formúgum sem hægt væri að nota í samneysluna, til að tryggja jöfnuð og til að gera líf venjulegs fólks betra og auðveldara og við getum ekki leyft þeim að komast upp með að veita sjálfum sér skattaafslætti í gegnum sín pólitísku ofur-völd. Við þurfum að standa sameinuð og berjast gegn þessu sjúka óréttlæti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í þriðja lagi leggur Oxfam til að það verði hætt að und­ir­skatt­leggja ríka ein­stak­linga og fyr­ir­tæki með því að ein­fald­lega hækka skatta á þá og koma í veg fyrir skattaund­an­skot þeirra með sam­eig­in­legum aðgerð­um. Það sé hægt með því að ná sam­komu­lagi um nýtt alþjóð­legt reglu­verk og með því að setja upp nýjar alþjóð­legar stofn­anir til að fram­fylgja því. Með þessu væri í raun verið að end­ur­hanna skatta­kerfi heims­ins í grund­vall­ar­at­riðum til að gera það rétt­lát­ara og hleypa þró­un­ar­löndum að ákvörð­un­ar­töku til jafn við rík­ari lönd heims­ins.“ Ljósmynd: Jason Blackeye.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: