- Advertisement -

Bjarni á Alþingi: Fjármálaráðuneytið fylgist grannt með þróun efnahagsmála

Þegar maður horfir yfir sviðið og sér að fasteignamarkaðurinn hefur verið að hækka umfram annað og er einn helsti drifkrafturinn á bak við aukna verðbólgu þá er ekki annað hægt en að halla sér aðeins aftur…

„Því er ekki að leyna að við í fjármálaráðuneytinu höfum verið að fylgjast nokkuð grannt með þróun efnahagsmála, sérstaklega öllu því sem viðvíkur þróun verðlags í landinu og hvaða undirliggjandi þættir eru að valda þrýstingi,“ sagði fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson á Alþingi í vor.

„Þegar maður horfir yfir sviðið og sér að fasteignamarkaðurinn hefur verið að hækka umfram annað og er einn helsti drifkrafturinn á bak við aukna verðbólgu þá er ekki annað hægt en að halla sér aðeins aftur og spyrja sig: Hvað gæti komið að gagni við þessar aðstæður? Og þegar maður horfir yfir til þingsins annars vegar og Seðlabankans hins vegar staldrar maður að sjálfsögðu við atriði á borð við þjóðhagsvarúðartæki sem eru til staðar í lögum. Þegar þau eru síðan rýnd nánar kemur í ljós að þegar gengið var frá þessu tiltekna atriði sem varðar skuldsetninguna þá þykir okkur í fjármálaráðuneytinu sem við höfum lagt til of rúma heimild, jafnvel svo rúma að það mætti draga í efa lagastoðina fyrir ákvörðun sem byggði á þessari heimild, að hægt væri að ákveða af Seðlabankanum að hlutfallið væri einhvers staðar á bilinu 0–100%. Hérna er gerð tilraun til að ramma þetta inn þannig að lagastoðin sé alveg örugglega skýr ef á þarf að halda,“ sagði ráðherrann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: