- Advertisement -

Bjarni Ben, flokkurinn og útgerðarmenn

Hann er fyrir kvótaþega og klappstýrur kerfis sem er meingallað að upplagi.

Úlfar Hauksson skrifar:

Hér heldur fjármálaráðherra því fram að þeir sem eru ekki sammála honum, Flokknum og stórútgerðarmönnum, um hvernig stjórna beri fiskveiðum, hafi í aðra röndina ekkert vit á málinu og í hina röndina sé illa við sjávarútveg! Hvoru tveggja er rangt. Þessi þrenning, Bjarni Ben, Sjálfstæðisflokkurinn og útgerðarmenn, hafa engan einkarétt á því að hafa skoðun á sjávarútvegsmálum… hvað þá að þeirra skoðun sé hún eina rétta. Ræða ráðherrans er uppfull af hroka og yfirlæti en ber að sama skapi merki þess að vera haldin af vanþekkingu og fyrir ákveðinn klapphóp. Hinn svokallaði „Sjávarútvegsdagur“ er greinilega ekki fyrir alla sem er annt um og vit hafa á sjávarútvegi. Hann er fyrir kvótaþega og klappstýrur kerfis sem er meingallað að upplagi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: