- Advertisement -

Bjarni Ben: „Sveitarfélögin hafa algerlega haldið að sér höndum“

Náðum ekki að nýta allar fjárheimildir ársins 2020.

„Varðandi opinberu fjárfestinguna er eitt sem stendur upp úr. Það er að sveitarfélögin hafa algerlega haldið að sér höndum. Þegar við skoðum opinberu fjárfestinguna uppskipt milli ríkis og sveitarfélaga þá sjáum við mjög skýrt að við höfum staðið við það sem lofað var, að auka við fjárfestingu ríkisins, og það sem meira er, við höfum fjármagnað hluti sem enn eiga eftir að koma til framkvæmda. Þannig að ég hef væntingar um að við fáum dálítið sterka bylgju með okkur inn á árið 2021. Við sjáum þetta t.d. af væntum og boðuðum útboðum á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins, að við höfum ekki náð að fullu leyti að nýta allar fjárheimildir ársins 2020 og tökum eitthvað af þeim með okkur yfir á þetta ár en engu að síður var fjárfesting ríkisins að vaxa, að ekki sé nú talað um ef við tækjum einskiptisliði sem ekki voru líklegir til þess að auka mjög umsvif hér innan lands, eins og kaupin á Herjólfi, ef við tækjum það frá. Þá sæjum við enn meiri vöxt í fjárfestingu ríkisins á árinu 2020 borið saman við 2019,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: