- Advertisement -

Bjarni Benediktsson er skemmt epli

Gunnar Smári skrifar: Miðpunktur spillingar á Íslandi. Panamaskjölin, yfirhylmingar með vinum barnaníðinga, falin skjöl, kaup á einskisverðri skýrslu af ærulausum háskólaprófessorum, lögbann á umfjöllun um fjárglæfri mannsins, kaup á sendiherraembættum fyrir dæmda menn.

Bjarni Benediktsson er skemmt epli.

Ef einhver hefur áhuga á og trú á að hægt sé hreinsa íslenskt stjórnmál af spillingu er fyrsta ætíð að fjarlægja þetta skemmda epli. Hann eitrar alla tunnuna.

Hér botnar hann sögu Gunnars Braga, hann hafði handsalað sendiherraembætti fyrir Gunnar á fundi með Guðlaugi Þór og Sigmundi Davíð. Þess vegna var Sigmundur Davíð að leita að nýjum þingflokksformanni fyrir Miðflokkinn og nýjum skutulsveini fyrir næstu vindmylluárásir.

Með aðgerðarleysi sínu gagnvart afhjúpun spillingar Bjarna er VG og Framsókn að samþykkja hana, þeir flokkar eru meðsekir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: