- Advertisement -

Bjarni og Gunnar Bragi að missa sig?

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi varaformaður Miðflokksins og þingflokksformaður, vilja báðir að íslensk yfirvöld fari hraðar en aðrar þjóðir í að veita leyfi til bólusetningar vegna Covid.

„Það gæti verið mik­ill ávinn­ing­ur fyr­ir okk­ur Íslend­inga að hafa sjálf unnið þá vinnu sem þarf til að taka af­stöðu til lyfs­ins en það hlýt­ur að reyna á í þessu máli hvort við get­um gert það hraðar en evr­ópska lyfja­stofn­un­in,“ seg­ir Bjarni í Moggafrétt. Hann seg­ir að hér sé full­hæf stofn­un en seg­ist þó ekki vita hvort næg­ur mann­skap­ur og þekk­ing sé til þessa verks.

Gunnar Bragi skrifar í Moggann og segir: „Svo virðist sem sú ákvörðun stjórn­valda að leita á náðir Evr­ópu­sam­bands­ins hafi ekki verið vel ígrunduð. Mörg hinna frjálsu ríkja hafa samið um nóg af bólu­efni meðan ESB hef­ur verið í vand­ræðum og það rétti­lega gagn­rýnt fyr­ir skri­fræði og flókið kerfi. Ut­an­rík­is­ráðherra, sem varla hreyf­ir sig án þess að spyrja ESB, hef­ur vænt­an­lega haft hönd í bagga með samn­inga um bólu­efni og því hljóta hann og heil­brigðisráðherra að gefa sam­eig­in­lega skýrslu um hvernig staðið var að mál­um.“

Í Mogganum segir svo: „Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir býst ekki við að hér á landi fyr­ir­finn­ist sú sér­fræðiþekk­ing sem þarf til að veita bólu­efn­um markaðsleyfi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þar með ætti sprikl og kosningaskjálfti Bjarna og Gunnars Braga að enda. Að sinni, hið minnsta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: