- Advertisement -

Vinstri græn viðurkenndir umhverfissóðar

„Hvernig fer það saman að gefa sig út fyrir umhverfisvernd en leyfa svo umhverfissóðaskap eins og fylgir sjókvíaeldi með tilheyrandi hættu fyrir íslenska laxastofninn?“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

Alþingi „Hvað kom eiginlega fyrir VG? Er ekkert eftir af hugsjónum Vinstri grænna? Hvernig fer það saman að gefa sig út fyrir umhverfisvernd en leyfa svo umhverfissóðaskap eins og fylgir sjókvíaeldi með tilheyrandi hættu fyrir íslenska laxastofninn? Ég bara spyr. Eins ótrúlega og það hljómar eru Vinstri grænir orðnir viðurkenndir umhverfissóðar. Þessar breytingar eru gerðar með Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur í stafni og nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem einnig er úr Vinstri grænum, ber það svo fram núna óbreytt. Ég held að Vinstri grænir ættu að íhuga nafnabreytingu. Vinstri gráir væri betur við hæfi. Þetta frumvarp má aldrei verða að lögum,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins.

Ásthildur Lóa hélt áfram:

„Varðandi umhverfisáhrifin þá langar mig að vitna beint í grein eftir Jón Kaldal, félaga í Íslenska náttúruverndarsjóðnum, með leyfi forseta, en þar segir:

…þegar fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, var að leysa Svandísi Svavarsdóttur af…

„Nú eru um 37 þúsund tonn af eldislaxi í sjókvíum við Ísland. Samkvæmt norsku umhverfisstofnunni er skólp frá hverju tonni af eldislaxi í sjókví ígildi skólps frá 16 manneskjum. Þetta þýðir að skólpið sem streymir nú óhreinsað í gegnum netmöskvana er á við 592.000 manns, eða ríflega 50 prósent umfram þann fjölda af fólki sem býr á Íslandi. Ef framleiðslan nær því hámarki sem gert ráð fyrir verður þessi mengun á við 1,7 milljón manns. Það er á við um 4,5 sinnum fjölda íbúa landsins.““

„Þegar áform um uppfærða löggjöf um fiskeldi voru kynnt síðastliðið haust sagði þáverandi matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, að nú ætti að herða mjög viðurlög við brotum sjókvíaeldisfyrirtækjanna. En það er þvert á móti. Í þeim drögum sem síðar voru kynnt í samráðsgátt var gert ráð fyrir að fyrirtækin myndu á endanum missa rekstrarleyfi ef þau létu fisk sleppa endurtekið úr sjókvíum. En í frumvarpinu sem sent var til þingsins, þegar fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, var að leysa Svandísi Svavarsdóttur af í ráðuneytinu, var búið að taka þessi ákvæði alfarið út,“ sagði Ásthildur Lóa.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: