- Advertisement -

Bjarni og sóttvarnarreglurnar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar stutta og fína grein um framgöngu Bjarna Benediktssonar á Þorláksmessu:

„Fjármálaráðherra og einn þriggja leiðtoga ríkisstjórnarinnar reyndist vera staddur í mannfagnaði á Þorláksmessu síðastliðinni á sama tíma og strangt samkomubann var í gildi samkvæmt reglugerð þeirrar hinnar sömu ríkisstjórnar. Þetta samkomubann var afar íþyngjandi fyrir almenning: fólk gat ekki haldið jólaboð, stórfjölskyldur gátu ekki hist, gamalt fólk var fast á hjúkrunarheimilum eða heima hjá sér, tónleikar fóru ekki fram, veitingastaðir voru lokaðir, þjóðlífið var nánast lamað: en það var sem sagt hægt að halda mannfagnað í Ásmundarsal með því að kalla hann ýmist sýningu, kynningu, opnun eða annað eftir því hvað klukkan var. Og þar var leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem sé að lyfta glasi í góðra vina hópi. Umræðan nú snýst um það hvort lögreglumenn sem komu á vettvang hafi haft óviðurkvæmileg orð um þetta í sinn hóp.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: