- Advertisement -

Bjarni og Svandís gefa eftir

Vaktaálagsauki sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans verður framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra hafa sent forstjóra Landspítala vegna málsins. 

Þessi frétt var birt á vef stjórnarráðsins rétt í þessu.

Þar segja Bjarni og Svandís:

 „Við ætlum að gera grundvallarbreytingar í þeim samningum sem eru í farvatninu á vaktavinnufyrirkomulaginu. Vonandi hjálpar framlenging á greiðslum fyrir álag vegna vakta til að ljúka kjaraviðræðum samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga farsællega. Ég vil trúa því,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

,,Þegar horft er til þeirra alvarlegu aðstæðna sem nú eru uppi í heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19, þar sem álag á heilbrigðisstéttir er meira en nokkru sinni, tel ég augljóst að ráðstafanir sem skerða kjör hjúkrunarfræðinga eru fráleitar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: