- Advertisement -

Bjarni sigurvegari og Ríkisendurskoðun

Björn Leví Gunnarsson skrifar um söluna á Íslandsbanka. Hann spyr t.d. hvort Bjarni Ben hafi mátt selja pabba sínum hlut í bankanum:

„Svarið er nei. En þar er ekki óheiðarleik­inn í spurn­ing­unni. Óheiðarleik­inn er að þetta er röng spurn­ing. Rétta spurn­ing­in er „mátti ég selja föður mín­um rík­is­eign?“ og svarið þar er nei, það mátti fjár­málaráðherra ekki. Auðvitað ekki. Það sjá all­ir hags­muna­árekst­ur­inn þar.

Bjarni sagði í umræðu um banka­söl­una: „Ef ein­hverj­ir þátt­tak­end­ur í þessu ferli, sem hafa samn­inga og hlut­verk, brjóta af sér í ferl­inu og virða ekki trúnað, mis­fara með upp­lýs­ing­ar eða eru sek­ir um hags­muna­árekstra þá verður að sjálf­sögðu tekið á því með viðeig­andi hætti.“ Nú þegar skýrsl­an um söl­una á Íslands­banka verður rædd í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í dag og í þing­inu á morg­un er spurn­ing hvort fjár­málaráðherra standi við orð sín.

Hvað held­ur þú? Verður tekið á því með viðeig­andi hætti?“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þau munu þegja óþægindin af sér. Eiga ekki roð í Bjarna.

Það sjá allir að þetta er unnin leikur hjá Bjarna. Viðeigandi háttur er trúlegast að tala úttekt Ríkisendurskoðunar niður og ekkert sé með skýrsluna hafandi. Hún sé ekki pappírsinsvirði. Meðan þegja Katrín og Sigurður Ingi. Auðvitað.

Lok málsins verða: „Bjarni sigurvegari“.

Björn Leví og aðrir þingmenn eiga ekki roð í Bjarna. Enginn stjórnmálamaður seinni tíma hefur meiri reynslu af hrista af sér tímabundin ónot.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: