- Advertisement -

Bjarni þá og Bjarni nú

Guðmundur Gunnarsson skrifar:

Í umræðum um dóm Hæstaréttar árið 2011 sagði Bjarni Benediktsson, sem þá var í stjórnarandstöðu, meðal annars að ef fólki þætti framkvæmd kosninganna brjóta í bága við grundvallaratriði laga um framkvæmd kosninga þá kæmi upp vafi um þær. Sá vafi dygði til að leiða fram þá niðurstöðu að ógilda skyldi kosningarnar. „Ef mistekst að halda leynilega kosningu, ef menn fá ekki að fylgjast með talningu atkvæða, ef menn hafa efasemdir um að talningavélar telji rétt, ef mönnum finnst framkvæmd kosninganna að öðru leyti brjóta í bága við grundvallaratriði laga um framkvæmd kosninga þá kemur upp vafi og vafinn dugar til að leiða fram þessa niðurstöðu. Það er mín skoðun.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: