- Advertisement -

Blóðrauð efnahagsviðvörun yfir Íslandi

Sigurjón Magnús Egilsson:

Með því að reka Alþingi heim losnar ríkisstjórnin við gagnrýni úr þeirri átt. Getur þá sett eitt og annað í annars troðfullt leyniboxið.

Eldrauð efnahagsviðvörun er yfir Íslandi. Hver bjargi sér sem hann betur getur. Það var Seðlabanki Íslands sem sendi út viðvörunina. Í fullri alvöru. Ríkisstjórn Íslands vaknaði af eigin blundi og rak Alþingi heim.

Holskefla mun hvolfist yfir fjárhag margra Íslendinga. Margt fólk mun ekki getað varist afleiðingum efnahagsstjórn efnahagsráðherrans, Bjarna Benediktssonar. Reyndar allrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sú staða sem er uppkomin er á ábyrgð Bjarna, ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.

Með því að reka Alþingi heim losnar ríkisstjórnin við gagnrýni úr þeirri átt. Getur þá sett eitt og annað í annars troðfullt leyniboxið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ferli ríkisstjórnar Katrínar mun enda á ömurlegan hátt, fari eins og nú blasir við. Þegar þetta er skrifað eru þingmenn stjórnarandstöðu flokkanna að berjast fyrir áframhaldandi stuðning við Úkraínu. Innan stjórnarandstöðunnar er ákall um að opinberað verði hvar fyrirstaðan er.

Það mun ekki skýrast núna. Óvíst er hvenær það verður. Ef nokkru sinni.

Gleymum samt ekki að við verðum að bjarga okkur hvert eins og við lifandi getum. Því miður fer það svo að þessi manngerði stormur, sem varað er við, er of mikill til að öllum takist að bjarga sér og sínum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: