- Advertisement -

Borgar Ari eða borga ég? Ég

„Þessi niðurstaða Lands­rétt­ar kem­ur Mjólk­ur­sam­söl­unni mjög á óvart, enda tel­ur fyr­ir­tækið sig hafa farið að öllu leyti að lög­um við fram­kvæmd á sam­starfi til að hagræða og lækka verð á mjólk­ur­vör­um til neyt­enda,“ seg­ir Ari Edwald forstjóri MS eftir að fyrirtækið var dæmt til að borga 480 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni.

Ari borgar þetta ekki frekar en ég og þú. Kannski borgar hann ekki neitt. Kannski fær hann sína mjólk fría. Þá borgum við bara. Neytendur. Það var Mogginn sem talaði við Ara.

„Að mínu mati er al­veg ljóst að túlk­un Lands­rétt­ar á ákvæðum bú­vöru­laga skap­ar mikla óvissu um heim­ild­ir afurðastöðva í mjólk­uriðnaði til að hagræða og lækka vöru­verð með verka­skipt­ingu. Slík verka­skipt­ing fær ekki staðist nema með jöfn­un fram­legðar milli þeirra sem taka þátt í verka­skipt­ing­unni. Að öðrum kosti er eng­inn til­bú­inn að taka að sér að fram­leiða þær vör­ur sem gefa minnst af sér. Mjólk­ur­sam­sal­an tel­ur því óhjá­kvæmi­legt að Hæstirétt­ur Íslands fjalli um þetta mál og mun leita eft­ir heim­ild til áfrýj­un­ar þangað.“

Sko, samkvæmt Mogganum var þetta ekki alveg svona. Mjólkursamsalan seldi Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga, einum af eigendum Moggans, hrámjólk á allt að 17% lægra verði en öðrum fyr­ir­tækj­um. „Sama var­an hafi því verið seld ólík­um aðilum á mjög mis­mun­andi verði og hafi það veikt sam­keppn­is­stöðu þeirra sem hærra verðinu sættu. Ekki séu fyr­ir hendi hlut­læg­ar ástæður er rétt­læti verðmis­mun­inn. Taldi Lands­rétt­ur ótví­rætt að MS hefði brotið gegn sam­keppn­is­lög­um. Telja yrði brotið al­var­legt auk þess sem það hefði staðið lengi og verið „aug­ljós­lega mjög til þess fallið að raska sam­keppn­is­stöðu“. Þá hefði brotið lotið að mik­il­vægri neyslu­vöru og snert á þann hátt all­an al­menn­ing á Íslandi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: