- Advertisement -

Borgaryfirvöld hafa leyft bröskurum að spila með sig

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Ef einhver efast um að húsnæðisstefna Reykjavíkurborg sé fullkomin steypa ætti sá að reyna að þræða sig í gegnum þessa þvælu. Wessman kaupir helling af óseljanlegum íbúðum með því að yfirtaka lánin sem verktakinn getur ekki borgað og greiðir restina með íbúð sem er svo hlægilega ofmetin að það er augljóst að verið er að fela verðfall íbúðanna (rétt tæplega 1,5 m.kr. fermetrinn í húsi þar sem íbúðarverð hefur verið að síga niður allt frá byggingu). Þetta lætur bankinn yfir sig ganga, þó augljóst sé að hann sé að lána líklega rúmlega 100% raunvirði kaupanna. Málið er að bankinn getur ekki horfst í augu við verðfallið á þessum tilgangslausu íbúðum, svokölluðum lúxusíbúðum, sem hrúgað hefur verið upp innan húsnæðisstefnu borgarinnar, sem gengur út á að þjóna spilavítishugsun lóðabraskara, verktaka og leiguokrara, vegna þess að þá þyrfti bankinn að ganga á línuna og setja öll þessi verktakafyrirtæki í þrot og sæti uppi með þúsund óseljanlegar lúxusíbúðir sem enginn vill. Þegar ljóst er að braskararnir eru að brenna inni er kallað að aðal-braskarann, Wessmanninn (sem borgin gaf lóð í Vatnsmýrinni fyrir fáum árum) sem býr til kaupeyri með því að ofmeta enn frekar áður ofmetna íbúð í blokk.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nýjar fréttir daglega
Miðjan.is

Húsnæðisstefna Reykjavíkur, hvernig borgaryfirvöld hafa leyft bröskurum að spila með sig, er einn stærsti harmleikur okkar döpru tíma. Í stað þess að byggja fyrir fólk í húsnæðisvanda, fólk sem þjáist klemmt á milli láglaunastefnunnar og okursins á leigumarkaði, fóru borgaryfirvöld í dans með bröskurum. Annað hvort er fólkið í meirihlutanum alvarlega vitskert, teljandi að braskarar muni færa okkur samfélagslega ásættanlega niðurstöðu, eða ótrúlega bláeygt, að láta braskaranna blekkja sig aftur og aftur, eða gerspillt og á vænum þóknunum frá bröskurunum. Hver svo sem ástæðan er, þá er húsnæðisstefna Reykjavíkur eitt stærsta hneykslið eftir Hruni (og er þar af nógu að taka).


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: