- Advertisement -

Borgin færir Leikfélaginu 78 milljónir

Dagur B. Eggertsson lagði til og fékk samþykkt:

„Lagt er til að Reykjavíkurborg veiti Leikfélagi Reykjavíkur stuðning sem nemur allt að 78 m.kr. Það kemur til móts við hluta af því tapi sem rekja má til samkomutakmarkana vegna COVID-19 og aðgerðir leikhússins og ríkisins ná ekki yfir. Upphæðinni verði skipt þannig að 50 m.kr. verði veittar í desember 2020 og það sem eftir stendur, eða 28 m.kr., verði greiddar þegar uppgjör í febrúar 2021 liggur fyrir. Á tímabilinu mun leikfélagið veita borginni reglulega upplýsingar um uppgjör og stöðu mála. Verði niðurstaða rekstrar betri en ráðgert er lækkar framlag í samræmi við það en verði útkoman verri þarf að meta stöðuna að nýju. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að útbúa og leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við tillöguna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: