- Advertisement -

Illugi: Listin kallar fram viðbrögð

Menning „Það er aldrei gott að það séu mótmæli, eða reiði brjótist út, gagnvart Íslandi eða íslenskum vörum. Það er óheppilegt. Það breytir ekki því að listin er þess eðlis að hún getur kallað fram sterk viðbrögð þar sem fengist er við, jafnvel viðkvæm umræðuefni, einsog til dæmis samtal trúarbragða. Það má segja að þetta verk yri umdeilt og það hefur svo sannarlega orðið það,“ sagði Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra um íslenska framlagið á Feneyjatvíæringnum og sem hefur vakið hörð viðbrögð.

Illugi var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um málið. Hann var spurður hvort hann hafi haft eitthvað um það að segja hvað verk var farið með á sýninguna.

„Nei. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar velur þann listamann sem er sendur til Feneyja og ég held að það væri fullkomlega fráleitt að ætla að hafa það þannig að menntamálaráðherra á hverjum tíma ætti að hafa hönd í bagga með hvaða listamaður er valinn og galnast væri það nú ef menntamálaráðherrann ætti svo að taka persónulega afstöðu til þeirra verka sem á fara með á svona sýningu og segja til um hvort honum hugnist þetta verk eða hitt.“

Þetta var niðurstaða Kynningarmiðstöðvarinnar, sagði Illugi. Hann sagði að áður hafi verið farið með verk sem hafi vakið hörð viðbrögð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: