- Advertisement -

Bubbi 101

-sme

Sem svo oft áður fór ég á Þorláksmessutónleika Bubba Morthens. Ég hef sótt fjölda tónleika Bubba. Allt frá árinu 1980. Ýmist með honum einum eða hann og hinar ýmsu hljómsveitir. Ég leyfi mér að áætla að tónleikar gærkvöldsins hafi verið númer 101 hjá mér.

Þetta er í fyrsta sinn sem Bubbi hreyf mig ekki. Veit ekki hvað það var. Hann eða ég? Veit það ekki. Með fyrsta gítarslætti hófst þetta. Fyrsta lagið var nýtt lag. Minnir að það heiti Þetta er allt búið. Lagið eða textinn hittu mig ekki. Þá fór ég að hugsa hverslags álag það kann að vera fyrir Bubba þurfa að elta sjálfan sig endalaust. Og öll þau frábæru lög sem hann hefur samið og flutt.

Bubbi átti ágæta spretti. Spilaði meira á munnhörpuna en oft áður og gerði það vel. Samt var eitthvað að. Milli laga talaði hann mikið um sjálfan sig, konuna og börnin. Sumt hefur hann sagt áður. Jafnvel margoft. Sögurnar voru misgóðar. Engin virkilega góð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir á að hyggja virkaði Bubbi þreyttur. Held að hann hafi ekki verið í sína besta formi. En þar sem hann er og hefur verið yfirburðamaðurinn Bubbi verð ég sennilega að kenna mér um að hafa ekki náð, í fyrsta sinn, að tengja við tónleika með Bubba.

e.s. Eitt til viðbótar. Bubbi sagði, sem svo oft áður, í lok tónleikanna að þakkaði öllum fyrir að koma, fyrir að brauðfæða sig og sína fjölskyldu. Þó ég þekki Bubba ágætlega og allt það, þá kem ég ekki á tónleika með honum vegna þess að ég hafi áhyggjur af afkomu Bubba og hans fólks.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: