- Advertisement -

COUNTER-MAPPING AND THE AVANT-GARDE, erindi í Háskóla Íslands

Menning Bókmenntafræðingurinn og kennarinn Stephen Voyce heldur hádegiserindi, á morgun 19. maí, í Háskóla Íslands sem hann nefnir Counter-Mapping and the Avant-Garde. Stephen kemur hingað frá Iowa City í Bandaríkjunum, sem er ein af Bókmenntaborgum UNESCO líkt og Reykjavík. Hann kennir við Háskólann í Iowa og stýrir margmiðlunarsetrinu Fluxus Digital Collection.

Ástráður Eysteinsson, prófessor og forseti Hugvísindasviðs HÍ, stýrir dagskránni. Hún verður í stofu 101 í Odda milli kl. 12 – 13. Allir  velkomnir.

Allir þeir sem hafa áhuga á margmiðlun lista, framúrstefnu, myndlist, orðlist og óhefðbundinni kortagerðalist ættu ekki að láta þessa dagskrá fram hjá sér fara.

Að erindinu standa Bókmenntaborgin Reykjavík og Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Þú gætir haft áhuga á þessum

UM ERINDIÐ

Sú iðja sem ýmist gengur undir nafninu skýringarmyndalist (diagram-art), róttæk kortagerð (radical cartography) eða and-kortagerð (counter-mapping) spannar fjölbreytta gerð verka sem grafa listilega undan hefðum og reglum hefðbundinnar kortagerðar. Ímyndum okkur til að mynda hvernig við getum kortlagt „borgir minninga“, „ímyndað landslag“ og „tilbúin lönd“. Veltum fyrir okkur gagnvirku rafrænu korti sem á svipstundu yfirfærir áhrif stríðs í Baghdad yfir á San Francisco eða korti sem neglir niður staðsetningu sérhverrar eftirlitsmyndavélar á Manhattan. Reynum að sjá fyrir okkur heimskort á stærð við herbergi sem er samsett úr ónýtum tölvuhlutum eða kort sem er einungis gert á blindraletri.

Í erindi sínu mun Stephen Voyce í stuttu máli tengja and-kortagerð í samtíma okkar við avant-garde samklippiverk (collage) á tuttugustu öld, margmiðlun og vídeólist, áður en hann snýr sér að ummyndandi hlutverki rafrænnar miðlunar í kortagerð samtímans. Hann skoðar hvernig and-kort gera okkur kleift að meta upp á nýtt hugmyndir okkar um samfélag, mörk, rými og minningar.

UM STEPHEN VOYCE

Stephen Voyce er dósent í ensku við Háskólann í Iowa þar sem hann starfar einnig við Digital Studio for the Public Arts & Humanities. Stephen er höfundur bókarinnar Poetic Community: Avant-Garde Activism and Cold-War Culture (University of Toronto Press, 2013) og ritstjóri bókarinnar A book of variations: love – zygal – art facts (Coach House Books, 2013). Hann stýrir einnig margmiðlunarsetrinu Fluxus Digital Collection. Efni eftir hann hefur birst í tímaritum, svo semModernism/modernity, Criticism: A Quarterly Journal for Literature and the Arts, Postmodern Culture og Open Letter.

 

Í kennslu og rannsóknum fæst Stephen einkum við ljóðlist, myndlist og fjölmiðlafræði. Hann vinnur nú að bók sem mun bera heitið Open Source Culture: Literature, Appropriation, and the Commons.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: